30.10.2016 | 16:24
Sjaldan er ein báran stök?
Ég kenni svolítið í brjóst um SDG eftir að hafa séð viðtal við hann sem var tekið í Kosningamiðstöð Framsóknarflokksins á Akureyri í gærkvöld Mér fannst hann eitthvað svo umkomulaus og neikvæður.
Það er sjálfsagt rétt hjá honum að staða hans (og Framsóknarflokksins) væri önnur í dag ef "að haldið hefði verið öðruvísi á málum" í Framsóknarflokknum "; Ef ekki hefðu "orðið atburðir í flokknum að undanförnu"; Ef hann hefði ekki verið "plataður í viðtal" hjá RUV á "fölskum forsendum"; Ef einhver bankastarfsmaður einhvers staðar í útlöndunum hefði ekki búið til eitthvert félag sem hann virtist varla vita hvað héti og skráð hann sem meðeiganda fyrir eignarhlut sem hann seldi síðan á elleftu stundu fyrir einn dollara; Ef hann hefði ekki orðið að skreppa í smáfrí frá sínum ábyrgðarstörfum vegna persónulegra aðstæðna; Ef sá sem átti að halda stólunum hans volgum hefði bara hneigt sig og gengið aftur á bak í burtu þegar hann birtist að fríinu loknu. Svona mætti efin lengi upp telja.
Ef horft er á björtu hliðarnar er SDG hinsvegar þjóðkunnur maður á besta aldri sem virðist mjög vel tengdur og þokkalega vel efnaður. Hann ætti því að eiga óteljandi möguleika á að uppfylla sinn draum um verða þjóðinni "að gagni" eins og hann hefur orðað það, hvort sem það yrði innan þings eða utan.
Hefðum getað verið valkosturinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:31 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.