8.4.2016 | 19:26
Umræða Þingheims um Vantrauststillöguna
Ég áttaði mig ekki á að þessi umfjöllun Alþingis um vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar myndi bera keim af samkomum sértrúarflokka. Þarna voru engar umræður,bara mismunandi sannfærandi skoðanatjáningar.
Í einfeldni minni hélt ég að þarna myndi gefast kostur á að heyra málefnaleg skoðanaskipti okkar kjörnu þingmanna um tilefni vantrauststillögunnar en sú var ekki raunin.
Ég sit eftir með þá ónotalegu tilfinningu að hægt sé að líkja þingmönnum okkar við eyrnamerkt sauðfé og eigendurnir/flokksforingjarnir treysti því svo fullkomlega að þeir rati á básinn sinn að þeir þurfi ekki einu sinni að beina óskiptri athygli sinni að "drættinum".
Vantrauststillagan felld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:50 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.