1.3.2016 | 16:33
"Hvergi nærri hámarki ferðamannafjölda"
"Hvergi nærri hámarki ferðamannafjölda" er haft eftir iðnaðar og viðskiptaráðherra í viðtali við Morgunblaðið þ. 28.2.
Í sama viðtali er haft eftir ráðherranum: "Við þurfum þó að skipuleggja okkur betur, setja aðgangsstýringar og taka ákvarðanir víða þar sem þörf er á til að tryggja upplifun ferðamanna".
Er ég ein um að hafa þá tilfinningu að lestri viðtalsins loknu að ég sé engu nær um hve nálægt við séum hámarki ferðamannafjölda - hver svo sem þau kunna að vera - og er ég líka ein um að skilja ekki hvað ráðherrann meinar með "aðgangsstýringu" eða hvaða "upplifun ferðamanna" hún telur þörf á að tryggja?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.