30.10.2016 | 16:24
Sjaldan er ein báran stök?
Ég kenni svolítið í brjóst um SDG eftir að hafa séð viðtal við hann sem var tekið í Kosningamiðstöð Framsóknarflokksins á Akureyri í gærkvöld Mér fannst hann eitthvað svo umkomulaus og neikvæður.
Það er sjálfsagt rétt hjá honum að staða hans (og Framsóknarflokksins) væri önnur í dag ef "að haldið hefði verið öðruvísi á málum" í Framsóknarflokknum "; Ef ekki hefðu "orðið atburðir í flokknum að undanförnu"; Ef hann hefði ekki verið "plataður í viðtal" hjá RUV á "fölskum forsendum"; Ef einhver bankastarfsmaður einhvers staðar í útlöndunum hefði ekki búið til eitthvert félag sem hann virtist varla vita hvað héti og skráð hann sem meðeiganda fyrir eignarhlut sem hann seldi síðan á elleftu stundu fyrir einn dollara; Ef hann hefði ekki orðið að skreppa í smáfrí frá sínum ábyrgðarstörfum vegna persónulegra aðstæðna; Ef sá sem átti að halda stólunum hans volgum hefði bara hneigt sig og gengið aftur á bak í burtu þegar hann birtist að fríinu loknu. Svona mætti efin lengi upp telja.
Ef horft er á björtu hliðarnar er SDG hinsvegar þjóðkunnur maður á besta aldri sem virðist mjög vel tengdur og þokkalega vel efnaður. Hann ætti því að eiga óteljandi möguleika á að uppfylla sinn draum um verða þjóðinni "að gagni" eins og hann hefur orðað það, hvort sem það yrði innan þings eða utan.
Hefðum getað verið valkosturinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2016 | 19:26
Umræða Þingheims um Vantrauststillöguna
Ég áttaði mig ekki á að þessi umfjöllun Alþingis um vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar myndi bera keim af samkomum sértrúarflokka. Þarna voru engar umræður,bara mismunandi sannfærandi skoðanatjáningar.
Í einfeldni minni hélt ég að þarna myndi gefast kostur á að heyra málefnaleg skoðanaskipti okkar kjörnu þingmanna um tilefni vantrauststillögunnar en sú var ekki raunin.
Ég sit eftir með þá ónotalegu tilfinningu að hægt sé að líkja þingmönnum okkar við eyrnamerkt sauðfé og eigendurnir/flokksforingjarnir treysti því svo fullkomlega að þeir rati á básinn sinn að þeir þurfi ekki einu sinni að beina óskiptri athygli sinni að "drættinum".
Vantrauststillagan felld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2016 | 16:33
"Hvergi nærri hámarki ferðamannafjölda"
"Hvergi nærri hámarki ferðamannafjölda" er haft eftir iðnaðar og viðskiptaráðherra í viðtali við Morgunblaðið þ. 28.2.
Í sama viðtali er haft eftir ráðherranum: "Við þurfum þó að skipuleggja okkur betur, setja aðgangsstýringar og taka ákvarðanir víða þar sem þörf er á til að tryggja upplifun ferðamanna".
Er ég ein um að hafa þá tilfinningu að lestri viðtalsins loknu að ég sé engu nær um hve nálægt við séum hámarki ferðamannafjölda - hver svo sem þau kunna að vera - og er ég líka ein um að skilja ekki hvað ráðherrann meinar með "aðgangsstýringu" eða hvaða "upplifun ferðamanna" hún telur þörf á að tryggja?
2.12.2014 | 16:47
"Ekkert húsaskjól né matur út mánuðinn"!
Er ekki tími til kominn að Öryrkjabandalagið og önnur hliðstæð samtök geri alvarlega tilraun til að beina athygli að aðstæðum þeirra sem ekki "á húsaskjól, á ekki fyrir mat út mánuðinn og geta ekki leitað sér lækninga eða staðið undir lyfjakostnaði"?
Ekkert húsaskjól eða matur út mánuðinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.8.2014 | 16:31
ATHYGLISVERÐ FYRIRSÖGN
Er þetta "Lekamál" kannski allt fyrrverandi (?) lögreglustjóra að kenna?
Er með fyrirsögninni kannski verið að beina athygli frá kjarna Lekamálsins?
Spyr hvort lögreglustjóri segi satt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.4.2011 | 16:31
Ég er í stjórninni svo ég blanda mér ekki inn í umræðuna...
Sumir ráðherrar okkar virðast kjósa að blanda sér ekki inn í umræður á opinberum vettvangi samkvæmt þessari frétt.
Ég hélt að þeirra verklýsing væri til að annast stjórnun landsins í okkar umboði og gekk frá því sem gefnum hlut að þeir myndu miðla okkur af innsýn sinni og hafa (svo til) allt upp á borðinu.
Er þessi skoðun mín á misskilningi byggð?
Afgerandi vilji þjóðarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2008 | 19:43
Icesafe lausnin væntanleg
Mikið er ég fegin að heyra að Utanríkisráðherrann geri "sér vonir um að niðurstaða í Icesafe deilunni geti"( gæti?) legið fyrir í dag eða á morgun" skv. fréttum RUV.
Eru þetta kannski ekki góðar fréttir?
Þetta segir náttúrulega lítið en engu að síður hljómar þetta eins og skref í einhverja átt
Von um niðurstöðu í IceSave-deilu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.11.2008 | 17:24
Icesafe
Hvar stendur hnífurinn í kúnni eða tappinn í flöskunni?
Hvers vegna er Icesafe vandinn áhyggjuefni?
Hvaða lausnum eigum við kost á í sambandi við Icesafe vandann?
Enginn góður kostur í stöðunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |